Setningafr i

0
0
1515 days ago, 294 views
PowerPoint PPT Presentation

Presentation Transcript

Slide 1

Setningafræði

Slide 2

Málsgrein - Setning Málsgrein er frá stórum upphafsstaf að punkti. Setning verður að innihalda eina sögn (ósamsetta eða samsetta). Málsgrein getur verið ein setning eða nokkrar setningar. Setningar innan hverrar málsgreinar tengjast með samtengingum eða kommu.

Slide 3

Málsgrein-Setning frh. Ein málsgrein = Ein setning Kennarinn les upp úr bókinni. Ein málsgrein = Tvær setningar Kennarinn les upp úr bókinni/og nemendur hlusta . Ein málsgrein = Nokkrar setningar Ég hljóp hotel/þegar síminn hringdi/af því að ég vildi vita/hvort þetta væri áríðandi samtal/en sem betur fer/var það ekki mikilvægt/svo að ég flýtti mér út aftur/og rétt náði tímalega í skólann.

Slide 4

TIL GAMANS Ef við röðum hugtökum sem þið hafið verið að læra undanfarin ár og snerta uppbyggingu málsgreina og texta frá því víðtækasta til hins sértækasta verður útkoman: Texti – efnisgrein - málsgrein – setning – orð – orðeining - hljóð

Slide 5

Setningar skiptast í aðalsetningar og aukasetningar . Aðalsetning er annaðhvort fremst í málsgrein eða tengd við aðra setningu með aðaltengingu. Aðaltengingarnar eru: en, heldur, enda, og, eða, ellegar og fleyguðu tengingarnar. Aukasetning hefst oftast á aukatengingu (allar aðrar samtengingar en aðaltengingar).

Slide 6

Aðaltengingar Tengja saman tvær aðalsetningar aðalsetning+aðaltenging+aðalsetning Ég sagði þetta/enda er það rétt. Allir sátu/og (alllir) hlustuðu á kennarann. Tengja saman samhliða aukasetningar aðalsetn.+aukat.+aukasetn.+aðalt.+aukasetn. Ég sá/að hún reiddist/og (að hún) sagði ekki orð.

Slide 7

Aukatengingar Tengja saman aðal-og aukasetningu aðalsetning+aukatenging+aukasetning Nemendur sögðu/að bókin væri góð. Tengja saman ósamhliða aukasetningar aðalsetn.+aukat.+aukasetn.+aukat.+aukasetn Hver spurði/hvort einhver vissi/hvenær skólinn hæfist?

Slide 8

Greining í setningahluta FRUMLAG UMSÖGN ANDLAG SAGNFYLLING EINKUNN ATVIKSLIÐUR FORSETNINGARLIÐUR TENGILIÐUR

Slide 9

FRUMLAG (frl) Frumlag er fallorð í nefnifalli og gerir það sem sögnin segir, er gerandinn í setningunni. Dæmi: Húsfreyjan eldaði matinn. Allir eru duglegir. Auðvelt er að finna frumlagið með því að spyrja hver gerði það sem sögnin segir, hver eldaði? hverjir eru?

Slide 10

UMSÖGN (us) Umsögn er sögn í persónuhætti. Umsögn getur verið ósamsett . Dæmi: Húsfreyjan eldaði matinn. Umsögn getur verið samsett Dæmi: Húsfreyjan hefur verið að elda í allan dag.

Slide 11

ANDLAG (ANDL) Andlag er fallorð í aukafalli. Andlag stendur með áhrifssögn. Dæmi: Húsfreyjan eldaði matinn. Ég las bókina. Hver á nýju kápuna?

Slide 12

SAGNFYLLING (sf) Sagnfylling er fallorð í nefnifalli. Sagnfylling stendur með áhrifslausri sögn. Sagnfylling útskýrir frumlagið nánar. Dæmi: Krakkarnir eru duglegir. Hún er skemmtileg. Hverjir eru stir up?

Slide 13

EINKUNN (eink) Einkunn er fallorð sem stendur með öðru fallorði og lýsir því nánar. Einkunn myndar eina heild með fallorðinu. Einkunn getur staðið í öllum föllum. Ef einkunn stendur í eignarfalli kallast hún eignarfallseinkunn.

Slide 14

EINKUNN –FRH. Einkunn með frumlagi - Gamli bóndinn sló túnið. Einkunn með andlagi - Ég las skemmtilega bók. Einkunn með sagnfyllingu - Hann er fallegur drengur. Einkunn í forsetningarlið - Ég bý í stóra húsinu. Eignarfallseinkunn - Dætur kaupmannsins eru ekki heima. Þetta er hundurinn þeirra .

Slide 15

ATVIKSLIÐUR (AL) Atviksliður er hvert einstakt atviksorð . Dæmi: Hann les vel. Krakkarnir eru mjög duglegir. Krakkarnir eru ekki mjög duglegir. Hún kom í gær . Hver er þarna ?

Slide 16

FORSETNINGARLIÐUR (FL) Forsetningarliður er forsetning ásamt fallorðinu sem hún stýrir falli á. Dæmi: Ballið er á morgun . Jón á Rein var vistaður í Svartholinu .

Slide 17

TENGILIÐUR (tl) Tengiliður er sérhver samtenging. Dæmi: Jón og Gunna voru úti á túni þegar byrjaði að rigna . Flestir lásu og unnu verkefnin enda gekk þeim vel. Einhver spurði hvort þú værir heima.

SPONSORS

No comments found.

SPONSORS

SPONSORS